Erlent

Kúba einkavæðir 9.000 veitingastaði

Atli Ísleifsson skrifar
Raul Castro tók við forsetaembættinu af bróður sínum, Fídel Castro, árið 2008.
Raul Castro tók við forsetaembættinu af bróður sínum, Fídel Castro, árið 2008. Vísir/AFP
Kúbversk stjórnvöld hafa ákveðið að halda áfram efnahagsumbótum sínum og hyggjast nú selja um níu þúsund ríkisrekna veitingastaði til einkaaðila.

Kúbumenn hafa margir kvartað yfir veitingastöðunum og segja matinn þar vondan og þjónustuna lélega.

Staðirnir ganga undir nefninu „paladares“ og voru þeir fyrstu opnaðir á tíunda áratugnum. Fídel Castro, fyrrverandi Kúbuforseti, heimilaði upphaflega að einkareknir, fjölskylduveitingastaðir gætu að hámarki verið með pláss fyrir tólf gesti, en þeir mega nú vera fimmtíu.

Í frétt Global Post segir að þessir einkareknu staðir hafi gegnt lykilhlutverki í að efla ferðaþjónustu í landinu, en áætlað er að um þrjár milljónir útlendinga heimsæki eyjuna á hverju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×