Erlent

Ku Klux Klan á leið til Ferguson

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælin í Ferguson hófust í kjölfar þess að átján ára óvopnaður, þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglumanni þann 9. ágúst.
Mótmælin í Ferguson hófust í kjölfar þess að átján ára óvopnaður, þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglumanni þann 9. ágúst. Vísir/Getty
Samtökin Ku Klux Klan hafa tilkynnt að þau muni senda liðsmenn til Ferguson í Missouri til að „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga.

Í frétt Jyllands-Posten segir að hópur sem kallar sig New Empire Knights of the Ku Klux Klan hafi tilkynnt á heimasíðu sinni í gær að þeir hygðust fjölmenna til Ferguson. „Þar sem þeir svörtu eru stjórnlausir mun Missouri-deild okkar halda til svæða í nágrenni Ferguson til að verja þá starfsemi sem er í eigu hvítra,“ segir í tilkynningunni.

Mótmælin í Ferguson hófust í kjölfar þess að átján ára óvopnaður, þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglumanni þann 9. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×