KSÍ búiđ ađ stađfesta Noregsleikinn í júní

 
Fótbolti
15:10 14. JANÚAR 2016
Ari Freyr Skúlason
Ari Freyr Skúlason VÍSIR/VILHELM

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Norðmönnum í vináttulandsleik 1. júní næstkomandi en Knattspyrnusamband Íslands hefur nú staðfest fréttirnar frá Noregi í dag.

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Noregs hafa gert samkomulag um að A-landslið karla leiki vináttulandsleik 1. júní en gert er ráð fyrir að leikurinn fari fram á Ullevaal leikvanginum í Osló.

Sjá einnig: Verður Noregur síðasti andstæðingur Íslands fyrir EM?

Íslenska landsliðið leikur vináttulandsleik við Grikkland í Aþenu 29. mars en fimm dögum áður mun liðið leika ytra vináttulandsleik 24. mars og verður tilkynnt um þann mótherja á næstu dögum.

Síðasti vináttulandsleikur Íslands fyrir EM fer væntanlega fram 6. júní en allir þessir leikir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi.

Vináttulandsleikir Íslands fyrir EM 2016
13. janúar - (Abú Dabí) Finnland - Ísland     0-1
16. janúar - (Dúbæ) Sameinuðu arabísku. furstadæmin - Ísland         
31. janúar - (Los Angeles) Bandaríkin - Ísland
24. mars - Tilkynnt síðar        
29. mars (Aþena) Grikkland - Ísland     
1. júní - (Osló) Noregur - Ísland
6. júní -Tilkynnt síðar


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / KSÍ búiđ ađ stađfesta Noregsleikinn í júní
Fara efst