Lífið

KSF frumsýnir dansvænan sumarsmell

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Friðrik til vinstri og Sigurjón til hægri. KSF-bræðurnir verða á faraldsfæti í sumar.
Friðrik til vinstri og Sigurjón til hægri. KSF-bræðurnir verða á faraldsfæti í sumar.
Nóg er um að vera hjá hljómsveitinni KSF á næstunni, en sveitin hefur verið iðin við kolann og er ekki þekkt fyrir að sitja með hendur í skauti.

Þeir félagar, Friðrik Thorlacius og Sigurjón Friðriksson, voru að senda frá sér nýtt myndband, við lagið Step Tech og má sjá hér að neðan. Myndbandið unnu þeir sjálfir og er myndefnið fengið frá þremur „giggum" sem þeir hafa spilað á að undanförnu.

Strákarnir munu troða upp í Evrópu í sumar, en þeir eru bókaðir í Berlín og í Svíþjóð. Þeir munu einnig koma fram á Secret Solstice tónlistarhátíðinni, en þar spiluðu þeir einnig í fyrra við góðan orðstír. „Við erum líka með annan fótinn í Bandaríkjunum þar sem við erum komnir með umboðsmann," útskýrir Friðrik Thorlacius í samtali við Vísi.

Hér að neðan má sjá nýja myndbandið frá sveitinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×