Innlent

Krummi ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann

Bjarki Ármannsson skrifar
Oddur Hrafn er betur þekktur sem Krummi í Mínus.
Oddur Hrafn er betur þekktur sem Krummi í Mínus. Vísir/Vilhelm
Ríkissaksóknari hefur birt ákæru gegn tónlistarmanninum Oddi Hrafni Stefáni Björgvinssyni, betur þekktum sem Krumma í Mínus, fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við skyldustörf í fyrrasumar. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag.

Í ákærunni segir að brotið hafi átt sér stað aðfaranótt miðvikudagsins 12. júní 2013 í húsi við Snorrabraut í Reykjavík. Á tónlistarmaðurinn þekkti að hafa sparkað í hægri fótlegg lögreglumannsins.

Þess er krafist að Oddur Hrafn verði dæmdur til refsingar og til þess að borga sakarkostnað. Brot gegn valdstjórninni varða við 106. grein almennra hegningarlaga en þar segir að hámarksrefsing sé átta ár í fangelsi en beita megi sektum ef brot er smáfellt.

Ekki náðist í söngvarann við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×