Enski boltinn

Krul sleit krossband gegn Kasakstan | Frá út tímabilið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tim Krul gengur hér af velli í Astana.
Tim Krul gengur hér af velli í Astana. Vísir/getty
Newcastle staðfesti í dag að Tim Krul hefði slitið krossbönd í leik Hollands og Kasakstan um helgina og að hann verði frá út tímabilið.

Newcastle hefur kallað Freddie Woodman, þriðja markmann liðsins, úr láni frá Crawley til þess að fylla sæti á varamannabekknum.

Krul var í byrjunarliði Hollands í 2-0 sigrinum á Kasakstan eftir að Jasper Cillesen, aðalmarkvörður liðsins, meiddist í upphitun fyrir leikinn en hann meiddist á 80. mínútu og kom Jereon Zoet inn á í hans stað.

Hefur Newcastle nú staðfest að Krul verður frá það sem eftir lifir tímabilsins og að hann fari í aðgerð á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×