Fótbolti

Kroos seldur þvert á óskir Guardiola

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Toni Kroos í leik með Real Madrid á dögunum.
Toni Kroos í leik með Real Madrid á dögunum. Vísir/Getty
Í nýrri ævisögu Pep Guardiola sem kemur út í haust kemur fram að stjórnarformenn Bayern Munchen samþykktu tilboð í Toni Kroos þrátt fyrir að hafa lofað Spánverjanum að hann yrði aldrei seldur.

Samkvæmt Daily Mail er kafli í bókinni sem fjallar um málið en samkvæmt því lofuðu stjórnarformenn Bayern því að Guardiola að Kroos yrði aldrei seldur frá félaginu þegar hann tók við liðinu.

Var það eitt af meginatriðum Guardiola þegar samið var en Chelsea og Manchester City voru einnig í sambandi við Guardiola. Þegar Guardiola hóf störf hjá félaginu hafði hann þrjár kröfur, að félagið myndi ganga frá kaupunum á Thiago Alcantara, Mario Götze og myndi ekki selja Kroos.

Stjórnarformenn Bayern tóku hinsvegar tilboði upp á 20 milljónir punda frá Real Madrid í sumar fyrir þýska miðjumanninn sem átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Bayern. Kroos samþykkti á endanum tilboð Real og mun hann leika með Evrópumeisturunum á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×