LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER NÝJAST 00:06

Katrín hafnar stjórn međ Sjálfstćđisflokki

FRÉTTIR

Kroos međ 850.000 krónur í mánađarlaun en fćr samt einn og hálfan milljarđ á ári

 
Fótbolti
12:30 09. FEBRÚAR 2016
Toni Kroos fćr vel borgađ.
Toni Kroos fćr vel borgađ. VÍSIR/GETTY

Samningur þýska landsliðsmannsins Toni Kroos við spænska stórliðið Real Madrid hefur verið opinberaður á lekasíðu Football Leaks.

Þessi vefsíða, sem er fljótt orðin afskaplega óvinsæl hjá knattspyrnufélögum heimsins, hefur áður birt samninga leikmanna á borð við Gareth Bale, Radamel Falcao, Mesut Özil og Anthony Martial.

Síðan er undir rannsókn núna af portúgölskum yfirvöldum ásökuð um að hafa beitt fjárkúgunum.

Fram kemur í samningi Kroos, sem má sjá hér, að riftunarverð hans eru litlar 300 milljónir evra. Spænska liðið ætlar greinilega ekki að missa Þjóðverjann frá sér frekar en það vill.

Laun Kroos eru nokkuð flókin en grunnlaun hans á mánuði eru „aðeins“ 6.000 evrur eða 850.000 krónur. Þegar bónusar og árangurstengdar greiðslur voru teknar inn í launapakkann á síðasta ári stóð Þjóðverjinn uppi með 11,3 milljónir evra eða 1,6 milljarða króna.

Þrátt fyrir að vera bara með 850.000 krónur í grunnlaun fær Toni Kroos ríflega einn og hálfan milljarð á ári til ársins 2020 þegar samningur hans við Real Madrid rennur út.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Kroos međ 850.000 krónur í mánađarlaun en fćr samt einn og hálfan milljarđ á ári
Fara efst