Viðskipti innlent

Krónan veikist eftir vaxtaákvörðun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur gegnt stöðunni í rétt rúm átta ár.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur gegnt stöðunni í rétt rúm átta ár. vísir/anton brink
Íslenska krónan hefur veikst gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum það sem af er degi í kjölfar þess að Seðlabankinn tilkynnti í morgun að stýrivextir myndu haldast óbreyttir.

Tilkynnt var um ákvörðun peningastefnunefndar í morgun en síðasta stýrivaxtaákvörðun bankans var í júní. Voru vextir þá lækkaðir um 0,25 prósentustig og voru komnir niður í 4,5 prósent. 

Krónan hefur veikst um 1,52 prósent gagnvart evru í dag, um 1,52 prósent gagnvart dönsku krónunni, um 1,56 prósent gagnvart norsku krónunni, um 1,24 prósent gagnvart Bandaríkjadal, og 0,91 prósent gagnvart breska pundinu.

Skuldabréfamarkaðir hafa einnig verið að lækka eftir ákvörðunina. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,23 prósent í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×