SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Krónan styrktist örlítiđ í dag eftir losun hafta

 
Viđskipti innlent
21:11 14. MARS 2017
Krónan styrktist lítillega í dag.
Krónan styrktist lítillega í dag. VÍSIR/SIGURJÓN

Gengi krónunnar styrktist örlítið í dag eftir að fjármagnshöftum var að mestu aflétt en í gær veiktist krónan gagnvart helstu gjaldmiðlum um allt að þrjú prósent. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sérfræðingar telji meiri líkur á því að krónan muni styrkjast enn frekar á næstu mánuðum og þá meðal annars vegna mikillar aukningar á komu erlendra ferðamanna hingað til lands.

Rætt var við Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem fagnaði afnámi hafta í dag og sagði að um sögulega stund að ræða.

„Nú eru Íslendingar svona að losna úr hlekkjum hrunsins og ég held að það sé symbólskt mjög skemmtilegt fyrir þjóðina,“ sagði fjármálaráðherra.

Hann var einnig spurður út í möguleg málaferli krónueigenda vegna þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á ríkisstjórnina fyrir að semja við þá eigendur aflandskróna sem höfnuðu tilboði stjórnvalda í fyrra. Sagði Benedikt að hann teldi slík málaferli ólíkleg.

„Allir eiga rétt á því að fara með sín mál fyrir dómstóla það er bara í þessu máli eins og öðru.“

En þið eruð ekkert búin að undirbúa ykkur undir það sérstaklega?

„Nei, ég get ekki verið að búa mig undir allt sem getur hugsanlega gerst. En við tókum þessu og höfum skoðað það hérna innandyra og teljum að það séu engar sérstakar líkur á því að þetta gerist,“ sagði fjármálaráðherra en frétt Stöðvar 2 í heild sinni um losun hafta frá því í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Krónan styrktist örlítiđ í dag eftir losun hafta
Fara efst