Golf

Krókódíll beit kylfing í Ástralíu

Krókódílarnir í Ástralíu eru hættulegri en kríurnar á Nesinu.
Krókódílarnir í Ástralíu eru hættulegri en kríurnar á Nesinu. vísir/getty
Maður á sjötugsaldri þykir hafa sloppið nokkuð vel er hann var bitinn af krókódil á golfvelli í Ástralíu.

Hann var að taka högg nálægt vatni á 11. holu er krókódill stekkur upp úr vatninu og bítur hann í fótinn. Maðurinn náði að losa sig og koma sér í burtu. Hann er þó með mikið sár á fætinum.

Yfirvöld leita nú krókódílsins svo hann angri ekki fleiri kylfinga.

Maðurinn tók málinu frekar létt og segist alls ekki ætla að leggja kylfurnar á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×