Viðskipti innlent

Kröfuhafar LBI samþykkja nauðasamning

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kröfuhafar Landsbankans hafa samþykkt frumvarp að nauðasamningi.
Kröfuhafar Landsbankans hafa samþykkt frumvarp að nauðasamningi.
Kröfuhafar LBI (gamla Landsbankans) samþykktu frumvarp að nauðasamningi með um það bil 99,7 prósentum atkvæða á kröfuhafafundi á Hótel Hilton Nordica í dag. Greidd voru atkvæði eftir fjárhæð fyrir 96,67% heildarkrafna í atkvæðisskrá.

Í tilkynningu á vef LBI segir að í samræmi við þessa niðurstöðu muni slitastjórn leggja fram kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu nauðasamningsins.

Kröfuhafar Glitnis samþykktu nauðasamning síðastliðinn föstudag og kröfuhafar Kaupþings taka afstöðu til nauðasamnings síðar í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×