Viðskipti innlent

Kröfuhafar Gamla Landsbankans fallast á 14,4 milljarða stöðugleikaframlag

ingvar haraldsson skrifar
Halldór Helgi Backmann, Kristinn Bjarnason, Herdís Hallmarsdóttir, meðlimir slitastjórnar LBI.
Halldór Helgi Backmann, Kristinn Bjarnason, Herdís Hallmarsdóttir, meðlimir slitastjórnar LBI. vísir/stefán
Kröfuhafar slitabús Gamla Landsbankans (LBI) leggjast ekki gegn ákvörðun slitastjórnar um að greiða stöðugleikaframlag. Ráðgert er að upphæð stöðugleikaframlagsins verði 14,4 milljarðar króna.

Þetta kom fram á kröfuhafafundi slitabúsins í morgun en búið er að birta niðurstöðu fundarins í tilkynningu á heimasíðu LBI.

Þá lögðust kröfuhafar ekki heldur gegn áformum um að leggja til hliðar fé í skaðleysissjóð eða ábyrgðarleysi slitastjórnar og ákveðinn starfsmanna slitabúsins vegna nauðasamninga og greiðslu stöðugleikaskatts. Ekki var um eiginlega atkvæðagreiðslu að ræða á fundinum. Gert að þrír milljarðar króna verði lagðir í skaðleysissjóðinn samkvæmt því sem fram kemur í DV.

Áætlað er að næsti kröfuhafafundur verði haldin í byrjun nóvember þar sem atkvæði verði greidd um frumvarp að nauðasamningi sem í framhaldinu þarf að fá samþykkt fyrir héraðsdómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×