Innlent

Kröfuganga í miðbænum í dag: Mótmæltu aðstæðum flóttafólks og hælisleitenda

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fjölmenni var á mótmælunum og héldu mótmælendur á skiltum og fánum.
Fjölmenni var á mótmælunum og héldu mótmælendur á skiltum og fánum. Vísir/Sigurjón
Í kringum hundrað manns voru samankomin í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla aðstæðum flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi.

Kröfur mótmælanna voru þrjár talsins. Þess var krafist að réttur flóttafólks til atvinnu verði virtur, að allar umsóknir hælisleitenda fái efnislega meðferð og að notkun Dyflinnarreglugerðarinnar verði hætt. Þá var þess krafist að Útlendingastofnun verði lögð niður.

Mótmælendur gengu frá Hlemmi með fána, skilti og trommur niður Laugaveginn og endaði gangan á Austurvelli.

Mótmælin voru skipulögð og auglýst á Facebook síðu samtakanna No Borders Iceland en í tilkynningu á síðunni gagnrýna samtökin íslensk stjórnvöld harðlega fyrir lagasetningu í málefnum hælisleitenda og flóttamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×