Innlent

Kröfu um ógildingu kosninga í Reykjavík hafnað

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík verða ekki endurteknar og var kæru Björgvins E. Vídalín, formanns Dögunar, um að þær yrði ógildar hafnað af Sýslumanni Reykjavíkur. Kæran sneri að kjörgengi oddvita Framsóknar og flugvallarvina og annmarkar hafi verið á talningunni í Ráðhúsinu.

Einnig taldi Björgvin að kosningarnar væru ógildar vegna þess að dregist hafi að kjósa yfirkjörstjórn í Reykjavík í þrjú ár.

Sagt er frá þessu á vef Reykjavíkurborgar.

Kröfu um ógildingu vegna kjörgengis Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina, var vísað frá kjörnefndinni og kröfu um ógildingu að öðrum ástæðum var hafnað.

Niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík til Björgvins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×