Íslenski boltinn

Króatískur miðvörður á leið í Víkina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, er búinn að finna miðvörð fyrir seinni hluta tímabilsins.
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, er búinn að finna miðvörð fyrir seinni hluta tímabilsins. vísir/ernir
Króatinn Marko Perkovic er á leið til Víkings R. Vefsíðan 433.is greinir frá.

Perkovic er 24 ára gamall miðvörður sem lék síðast með NK Norsko í Slóveníu. Hann hefur einnig leikið í heimalandinu og með KM Torhout í Belgíu.

Víkingar eru í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með 15 stig eftir fyrri umferðina. Þeir unnu Þrótt 2-0 í síðasta leik sínum.

Varnarleikur Víkings hefur verið góður í sumar en liðið hefur aðeins fengið á sig 12 mörk í 11 leikjum. Perkovic er ætlað að styrkja Víkingsvörnina enn frekar.

Víkingur tekur á móti KR í næsta leik sínum á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×