Fótbolti

Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spánverjar fagna marki í kvöld.
Spánverjar fagna marki í kvöld. vísir/getty
Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0.

Eina mark leiksins skoraði Nikola Kalinic á 38. mínútu, en eftir sigurinn eru Króatar með þriggja stiga forskot á okkur Íslendinga á toppnum.

Írland og Wales gerðu markalaust jafntefli í D-riðil og Austurríki marði Moldóva á heimavelli. Írland er á toppnum með Serbum, en bæði lið eru með 11 stig.

Í G-riðil unu Ítalar 2-0 sigur á Albönum, Makedónía skelli Liechtenstein og Spánverjar áttu í litlum vandræðum með Ísreal á heimavelli. Spánn og Ítalir eru á toppnum með 13 stig.

Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

D-riðill:

Austurríki - Moldóvía 2-0

1-0 Marcel Sabitzer (75.), 2-0 Martin Harnik (90.).

Írland - Wales 0-0

G-riðill:

Ítalía - Albanía 2-0

1-0 Daniele de Rossi - víti (12.), 2-0 Ciro Immobile (71).

Liechtenstein - Makedónía 0-3

0-1 Boban Nikolov (43.), 0-2 Ilija Nestorovski (68.), 0-3 Ilija Nestorovski (73).

Spánn - Ísreal 4-1

1-0 David Silva (13.), 2-0 Vitolo (45.), 3-0 Diego Costa (51.), 3-1 Lior Rafaelov (76.), 4-1 Isco (89.).

I-riðill:

Krótaía - Úkraína 1-0

1-0 Nikola Kalinic (38.).

Kósóvó - Ísland 1-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×