Fótbolti

Króatía í engum vandræðum með Noreg | Bale í stuði fyrir Wales

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale í leiknum í dag.
Bale í leiknum í dag. vísir/getty
Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016. Aaron Ramsey og Gareth Bale sáu um heimamenn, en leikið var í Ísrael.

Ramsey skoraði fyrsta markið rétt fyrir hlé og Bale bætti við marki rétt eftir hlé. Þetta var áttunda mark hans í Evrópukeppni og er hann því orðinn markahæsti leikmaður í sögu welska landsliðsins. Bale bætti svo við öðru marki í síðari hálfleik og lokatölur 3-0.

Wales er á toppnum með 11 stig, en Ísrael er í öðru sæti með níu stig. Ísrael á þó leik til góða.

Azerbaídsjan vann Möltu 1-0 með marki frá Javid Huseynov í upphafi leiks. Þetta var fyrsti sigur þeirra í riðlinum.

Króatía átti í engum vandræðum með Noreg í sama riðli, en Króatía er á toppi riðilsins með 13 stig. Noregur er í þriðja sætinu með níu stig.

Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

Ísrael - Wales 0-3

0-1 Aaron Ramsey (45.), 0-2 Gareth Bale (50.), 0-3 Gareth Bale (77.).

Rautt spjald: Eitan Tibi - Ísrael (51.).

Azerbaídsjan - Malta 1-0

1-0 Javid Huseynov (4.).

Króatía - Noregur 5-1

1-0 Marcelo Brozovic (30.), 2-0 Ivan Perisic (54.), 3-0 Ivica Olic (66.), 3-1 Alexander Tettey (81.), 4-1 Gordon Schildenfeld (87.), 5-1 Danijel Prjanic (50.).

Rautt spjald: Vedran Corluka - Króatía (74.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×