Króatar tóku bronsiđ í Póllandi

 
Handbolti
15:40 31. JANÚAR 2016
Kresimir Kozina fagnar hér einu af mörkum sínum í dag.
Kresimir Kozina fagnar hér einu af mörkum sínum í dag. VÍSIR/AFP
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Króatar nældu í bronsið og tryggðu sér um leið sæti á HM í Frakklandi á næsta ári með 31-24 sigri á Noregi í leiknum upp á bronsverðlaunin á EM í Póllandi en Króatarnir reyndust einfaldlega númeri of stórir fyrir Norðmenn.

Norðmenn voru nokkuð óvænt að spila til verðlauna á mótinu en liðið tapaði í framlengingu gegn Þýskalandi á föstudaginn. Sama kvöld tapaði Króatía fyrir Spánverjum í seinni undanúrslitaleiknum.

Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur framan af og skiptust liðin á forskotinu fyrstu fjórtán mínútur leiksins en þá settu Króatar einfaldlega í lás.

Næstu fimm mörk komu öll frá Króatíu en Norðmenn náðu að minnka muninn niður í eitt mark fyrir lok fyrri hálfleiks 11-15.

Norðmenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og fóru að saxa á forskot Króata. Náðu Norðmenn að jafna í stöðunni 17-17 þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en það var ekki sjón að sjá Króatana á þessum tíu mínútna kafla sem Norðmenn unnu 6-2.

Næstu mínúturnar skiptust liðin á mörkum en aftur virtist norska liðið einfaldlega bara missa allan kraft og keyrðu Króatarnir yfir Norðmenn síðustu fimmtán mínútur leiksins.

Náðu þeir að breyta stöðunni úr 20-19 í 28-21 á næstu tíu mínútum og reyndist tíminn einfaldlega og naumur til þess að Norðmenn gætu gert annað áhlaup á forskot Króatanna.

Lauk leiknum með sex marka sigri Króatíu en ásamt því að fara heim með bronsverðlaunin tryggðu Króatar sér sæti á HM í Frakklandi 2017 með sigrinum í dag.

Á sama tíma varð ljóst að Norðmenn mæta Slóveníu í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi 2017.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Króatar tóku bronsiđ í Póllandi
Fara efst