Innlent

Króatar fá aðgang að vinnumarkaði

Sveinn Arnarsson skrifar
Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.
Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra. fréttablaðið/gva
Króötum verður heimill aðgangur að íslenskum vinnumarkaði frá og með 1. júlí næstkomandi. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær að aflétta takmörkunum þess efnis. 

Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013 en aðildarríkjum ESB sem og EES var heimilt að takmarka aðgengi Króata að vinnumörkuðum sínum tímabundið. Ísland nýtti sér þessa heimild Evrópusambandsins tímabundið og rennur hún út 1. júlí næstkomandi.

„Umsóknir Króata um atvinnuleyfi hafa verið fáar og störfum hefur fjölgað hratt á undanförnum misserum,“ segir Eygló. „Forsendan fyrir takmörkun var að aðgengi Króata myndi valda verulegri röskun á íslenskum vinnumarkaði. Að höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins taldi ég því ekki forsendur til að takmarka áfram aðgengi þeirra.“

Samkvæmt tölum Hagstofunnar býr 31 króatískur ríkisborgari hér á landi en þeir voru flestir á annað hundrað árið 2007. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×