Innlent

Kristsdagur hakkaður af ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Heimasíðan kristsdagur.is virðist hafa verið hökkuð af Íslamska ríkinu. Sé farið á síðuna má sjá þar skilaboð og myndband frá samtökunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að samtökin hafa brotist inn á heimasíður hér á landi.

Í mars hökkuðu samtökin síðuna njala.is og mátti þá sjá sambærileg skilaboð á síðunni og nú má sjá á kristsdagur. Sú heimasíða er á vegum Kristniboðssambandsins og var síðast notuð vegna hátíðarinnar Kristsdags sem fram fór í Hörpu í fyrra.

Vert er að vara fólk við myndbandinu sem hefur verið birt á síðunni, þar sem það getur vakið óhug. Þar má sjá aftökur samtakanna.

Samkvæmt frétt mbl.is sem sagði fyrst frá málinu hefur Póst- og fjarskiptastofnun verið gert viðvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×