Körfubolti

Kristófer: Gæti gert margt gott fyrir landsliðið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristófer Acox.
Kristófer Acox. Mynd/Heimasíða Furman
Þetta tímabil í körfunni snýst að miklu leyti um eitt fyrir íslenska körfuboltamenn, hvort sem þeir spila á Íslandi, í Svíþjóð, Þýskalandi eða Bandaríkjunum: Það ætla allir með landsliðinu á EM í haust.

Einn af þeim sem ætlar sér að vinna sér sæti í íslenska landsliðinu er Kristófer Acox leikmaður með Furman-háskólanum.

„Ég vil alveg klárlega fara með,“ segir Kristófer aðspurður um landsliðsdrauma sína.

„Ég gat ekki tekið neinn þátt í fyrra vegna meiðslanna. Ég þurfti að vera hér úti í sumarskóla og endurhæfingu. En ég er búinn að tala við þjálfarana hérna og það verður ekkert mál fyrir mig að fara ef ég verð valinn í hópinn. Það er góð og gild afsökun að spila fyrir þjóð sína.“

Kristófer er fullur sjálfstrausts og telur sig geta hjálpað liðinu: „Persónulega er ég á því að ég gæti gert margt gott fyrir liðið. Ég er búinn að þroskast mikið sem leikmaður. Ég hef þó ekkert talað við landsliðsþjálfarana og veit því ekki hvernig staðan er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×