Íslenski boltinn

Kristján tók fram skóna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það er nóg að gera hjá Kristjáni í læknanáminu.
Það er nóg að gera hjá Kristjáni í læknanáminu. Vísir/GVA
Varnarmaðurinn Kristján Hauksson hefur tekið fram skóna á ný og mætti í gær á sína fyrstu æfingu hjá Fylki í sumar.

Kristján ákvað að leggja skóna til hliðar eftir síðasta tímabil vegna anna í læknanámi en þessi öflugi varnarmaður kom við sögu í alls sextán leikjum með Fylki í fyrra.

„Ég var nú reyndar aldrei búinn að gefa það endanlega út að ég væri hættur,“ sagði Kristján í samtali við Vísi í dag. Hann kom til Fylkis á vormánuðum í fyrra eftir að samningi hans við Fram var óvænt rift.

„Svo þegar ég fór að mæta á völlinn í sumar kitlaði mikið að byrja aftur. Ég fann svo hvað mér fannst þetta skemmtilegt þegar ég fór á æfingu í gær,“ sagði hann.

„Ég reyni því að halda áfram að mæta á æfingar og það yrði svo bara bónus að fá að spila eitthvað í deildinni. Ég er ekki í standi til þess núna en ég held að formið verði nokkuð fljótt að koma hjá mér.“

Hann segir að það hafi verið vel tekið á móti honum í gær. „Það var mjög gaman að hitta strákana,“ segir Kristján en þess má geta að Hermann Hreiðarsson hefur einnig verið að mæta á æfingar hjá Fylki í sumar án þess að spila.

„Hann mætir nú bara til að taka þátt í reitarbolta og spili. Maður sá það strax,“ sagði Kristján í léttum dúr.


Tengdar fréttir

Fylkismenn semja við tvö varnartröll

Varnartröllin Kristján Hauksson og Agnar Bragi Magnússon munu spila með Fylki í Pepsi-deildinni í sumar en báðir skrifuðu þeir undir samning í dag. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Kryfur lík á milli leikjanna

Varnarmaðurinn Kristján Hauksson fagnaði marki sínu gegn uppeldisfélaginu Fram vel og innilega. Hann segir komu Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar hafa haft mikil áhrif. Tók skóna af hillunni eftir tíu daga umhugsun.

Hættur við að hætta

Kristján Hauksson, sem gekk fyrr í mánuðinum frá starfslokasamningi við Fram í Pepsi-deild karla, er á leið í æfingaferð með Fylki.

Kristján leggur skóna á hilluna

Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, hætti mjög óvænt hjá félaginu í gær. Honum var tjáð að hans þjónustu væri ekki óskað lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×