Viðskipti innlent

Kristján tekjuhæstur með 17 milljónir á mánuði

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðasviðs Samherja, er tekjuhæstur allra með 17.725 þúsund í mánaðarlaun samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar. Eins og Vísir greindi frá í gær er Kristján einn af skattakóngum Íslands, en hann greiddi tæpar tvö hundruð milljónir í skatt á síðasta ári.

Næsthæstur er Hákon Guðbjartsson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Íslenskrar efrðagreiningar með 14.119 þúsund á mánuði. Hann fer jafnframt á lista þeirra sem hæstan skatt greiða, en hann greiddi tæpar áttatíu milljónir króna.

Þá skipar lögfræðingurinn Jóhann Tómas Sigurðsson þriðja sæti listans með 12.363 þúsund í laun á mánuði.*

Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga.

Leiðrétting:

Í tekjublaðinu kemur fram að lögfræðingurinn Jóhann Tómas Sigurðsson hjá Lagahvoli skipi efsta sæti lista yfir tekjuhæstu lögfræðinga landsins. Það er ekki rétt. Líklega er um að ræða alnafna hans, hluthafa í fyrirtækinu Grosvenor Holdings ehf.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×