Golf

Kristján og Haraldur með forystu í golfkeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Þór Einarsson undirbýr teighögg á Korpunni í dag.
Kristján Þór Einarsson undirbýr teighögg á Korpunni í dag. vísir/stefán
Kristján Þór Einarsson og Haraldur Magnús Franklín léku báðir á 68 höggum, eða á þremur höggum undir pari, á fyrsta hring í golfkeppninni á 16. Smáþjóðaleikunum sem fara fram hér á landi 1.-6. júní.

Golf er önnur af tveimur valgreinum á Smáþjóðaleikunum en þetta er í fyrsta sinn sem það er keppt í greininni á leikunum. Golfkeppnin fer fram á Korpúlfsstaðavelli.

Andri Björnsson, sá þriðji í liðinu, lék á einu höggi yfir pari en tvö bestu skorin á hringnum gilda. Íslenska liðið er í forystu.

Íslensku keppendurnir röðuðu sér í þrjú af fjórum efstu sætunum en Kevin Esteve Rigaill frá Andorra er í 3. sæti.

Haraldur Franklín lék á þremur undir eins og Kristján Þór.vísir/stefán
Andri Þór Björnsson klár á teig.vísir/stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×