Lífið

Kristján Jóhannsson og Sigurjóna sugu í sig sænska list

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sigurjóna Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson.
Sigurjóna Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson. myndir/kristinn svanur jónsson
Sýningin Roundabouts/Efsta lag var opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardaginn. Á henni sýnir sænski listamaðurinn Andreas Eiriksson verk sín ásamt verkum Jóhannesar S. Kjarvals.

Andreas er einn virtasti listamaður Svía af sinni kynslóð og hafa verk hans verið sýnd víða um heim. Roundabouts er fyrsta stóra alþjóðlega einkasýning hans og eru verkin frá síðustu tíu árum. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru bæði verk eftir hann og Kjarval sem hann segir að hafi veitt sér mikinn innblástur í gegnum tíðina.  

Margir lögðu leið sína á Kjarvalsstaði um helgina til að sjá sýninguna en þar á meðal voru hjónin Sigurjóna Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson sem eru miklir listunnendur.

Elsa Yeoman, Harpa Rut Hilmarsdóttir, Linda Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir.
Jón Sæmundur og Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Andreas Eriksson og Hafþór Yngvason.
Hulda Guðmundsdóttir og Elísabet Berta Bjarnadóttir.
Pétur Böðvarsson og Ragnheiður Jónsdóttir.
Margt um manninn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×