Fótbolti

Kristinn til Sogndal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn Jónsson er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Sogndal. Kristinn kemur frá Sarpsborg 08 sem er í sömu deild.

Kristinn hefur æft með Sogndal að undanförnu og spilaði æfingaleik með liðinu um síðustu helgi.

Kristinn, sem er 25 ára vinstri bakvörður, fer með nýju liðsfélögunum í æfingaferð til Gran Canaria. Þaðan fer Kristinn til Las Vegas þar sem íslenska landsliðið mætir Mexíkó í vináttulandsleik.

Kristinn lék níu leiki með Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fyrra.

Kristinn er uppalinn hjá Breiðabliki og lék með liðinu til ársins 2014 þegar hann fór til Brommapojkarna í Svíþjóð.

Kristinn lék 22 leiki með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni 2014. Hann kom svo aftur heim og lék með Breiðabliki 2015 og var þá einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×