Fótbolti

Kristinn lagði upp sigurmark Halmstad

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristinn Steindórsson átti þátt í sigurmarkinu.
Kristinn Steindórsson átti þátt í sigurmarkinu. mynd/hbk.se
Kristinn Steindórsson og GuðjónBaldvinsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið lagði Norrköping á útivelli, 2-1.

Halmstad komst í 1-0 áður en heimamenn jöfnuðu, en Kristinn lagði svo upp sigurmark leiksins, 2-1, fyrir Mikael Boman á 89. mínútu.

Mikilvægur sigur fyrir Halmstad sem er með 23 stig í tólfta sæti af sextán liðum eftir 20 umferðir. Arnór Ingvi Traustason spilaði 86 mínútur á hægri kantinum fyrir Norrköping í kvöld.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í byrjunarliði Häcken og Guðlaugur Victor Pálsson í byrjunarliði Helsingborg þegar liðin mættust í Íslendingaslag í kvöld.

Þau skildu jöfn, 1-1, en Victor spilaði allan leikinn fyrir gestina. Gunnar Heiðar fór af velli á 37. mínútu, en ArnórSmárason sat allan tímann á bekknum hjá Helsingborg.

Þá var Guðmann Þórisson í vörn Mjällby sem steinlá á útivelli gegn Djurgården, 4-0, í Stokkhólmi.

Þegar tíu umferðir eru eftir af deildinni er Häcken í fjórða sæti með 35 stig, Norrköping í 14. sæti með 21 stig og Mjällby sæti neðar með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×