Fótbolti

Kristianstad tapaði í vítakeppni | Djurgården í undanúrslit

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hallbera Gísladóttir í landsleik.
Hallbera Gísladóttir í landsleik. vísir/anton
Djurgården er komið í undanúrslit sænsku bikarkeppninnar í fótbolta kvenna en Kristianstad féll úr leik í vítakeppni.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad sem varð að sætta sig við 6-5 tap eftir vítakeppni gegn Kvarrnsveden á útivelli.

Sif Atladóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad en staðan að loknum venjulegum leitkíma og framlengingu var 1-1.

Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Djurgården og Hallbera Gísladóttir lék allan leikinn í vörninni þegar lið þeirra tryggði sér sæti í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar með 2-0 sigri á Mallbackens á útivelli.

Petronella Ekroth kom Djurgården yfir á 18. mínútu og Annika Elina Kukkonen skoraði seinna markið á 67. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×