Handbolti

Kristianstad sænskur meistari þriðja árið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur skoraði fjögur mörk í úrslitaleiknum.
Ólafur skoraði fjögur mörk í úrslitaleiknum. vísir/getty
Íslendingaliðið Kristianstad varð í dag sænskur meistari í handbolta þriðja árið í röð eftir 31-25 sigur á Alingsås í úrslitaleik í Malmö.

Ólafur Guðmundsson var markahæstur Íslendinganna í leiknum í dag. Hafnfirðingurinn skoraði fjögur mörk úr átta skotum.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö mörk og gaf fjórar stoðsendingar en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.

Kristianstad leiddi allan tímann í leiknum í dag. Liðið komst í 6-1 og í hálfleik var staðan 18-11. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 31-25.

Kristianstad vann Alingsås einnig í úrslitaleiknum 2015 og 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×