Lífið

Kris Jenner opnar sig um ránið í París: Gat ekki hætt að gráta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir fara í loftið á næstunni.
Þættirnir fara í loftið á næstunni.
Raunveruleikaþáttaröðin Keeping Up With The Kardashians sem er á dagskrá á sjónvarpsstöðinni E! hefur bráðlega göngu sína á ný eftir töluvert hlé.

Um er að ræða 13. seríuna um fjölskylduna en Kris Jenner, móðir Kardashian-systranna, mætti á dögunum í spjallþáttinn hjá Ellen DeGeneres og ræddi um komandi þætti.

Ein stærsta frétt síðasta árs átti sér stað í París þegar Kim Kardashian var rænd á lúxus-hóteli fjölskyldunnar. Kris segir að allt sem tengist París og ráninu hefjist í öðrum þætti í þáttaröðinni.

„Eftir þó nokkurt hlé byrjuðum við aftur að taka upp efni. Það sem við urðum að gera var að fara yfir þetta mál og það reyndist í raun og veru gott fyrir Kim að gera þetta mál upp,“ segir Kris Jenner hjá Ellen.

„Við erum að horfa á efnið sem náðist í París og það kemst enginn af okkur í gegnum fyrstu fimm mínúturnar án þess að missa stjórn á tilfinningum sínum og brotna niður.“

Kris segir að það sé erfitt að hlusta á dóttur sína segja þessa söguna og tala um hvað gerðist í París.

„Hún mun lýsa þessu í smáatriðum og þegar ég heyrði þetta fyrst gat ég ekki hætt að gráta. Ég gat í raun ekki horft á þetta allt saman, þetta var það erfitt.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×