Erlent

Krímskagabúar kjósa sér þing

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Rússneskur hermaður í Sevastopol speglast þar sem hann stingur kjörseðli í kassa framan við stóran spegil.
Rússneskur hermaður í Sevastopol speglast þar sem hann stingur kjörseðli í kassa framan við stóran spegil. fréttablaðið/AP
Íbúar á Krímskaga, sem innlimaður var í Rússland í mars síðastliðnum, kusu sér hundrað manna héraðsþing í gær.

Volodmír Poljoví, talsmaður öryggisráðs Úkraínu, segir að stjórnvöld í Úkraínu líti svo á að kosningarnar séu ólöglegar. Sækja eigi þá til saka sem efnt hafa til kosninganna, en refsingin við því að taka völd ríkisins í eigin hendur getur numið allt að tíu ára fangelsi.

Flest benti til þess að flokkurinn Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútín, forseta í Rússlandi, fengi langflest atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×