Erlent

Krefst skaðabóta af hernum vegna dauða 3.765 minka

Atli Ísleifsson skrifar
Minkur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Minkur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Sænskur minkaræktandi hefur farið fram á um 17 milljónir króna í staðabætur af sænska hernum eftir að herþotur flugu lágflug yfir bæ ræktandans skammt frá bænum Skara með þeim afleiðingum að 3.765 minkaungar drápust.

Í frétt Dagens Nyheter kemur fram að bóndinn fullyrði að drunurnar hafi hrætt kvendýrin með þeim afleiðingum að þær höfnuðu ungunum.

Í kröfu minkaræktandans kemur fram að hann hafi haldið að þotan myndi hrapa inn í húsið þegar hún flaug yfir bæinn.

Herinn rannsakar nú atvikið og segir flugmanninn hafi flogið þessa leið til að forðast regnskúr sem gekk yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×