Innlent

Krefjast upplýsinga um félagsleg húsnæði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Stærstu sveitarfélög landsins hafa verið krafin svara í bréfi frá velferðarráðuneytinu um stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði og hvort sveitarfélögin fullnægi lögboðnu hlutverki sínu. Velferðarráðuneytið vill fá að vita hver sé heildarfjöldi umsókna um félagslegt leiguhúsnæði sem barst annars vegar á síðasta ári og hins vegar fyrstu sex mánuði þessa árs.

Ráðuneytið vill jafnframt fá svör um hversu mörgum umsóknum var hafnað á þessum tveimur tímabilum, hversu mörgum félagslegum leiguíbúðum var úthlutað hjá hverju sveitarfélagi um sig á þessum tímabilum og hver fjöldi einstaklinga og/eða fjölskyldna á biðlista eftir félagslegu húsnæði hafi verið 30. júní 2014.

Þá vill ráðuneytið að sveitarfélög upplýsi um fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem þáði sérstakar húsaleigubætur frá þeim og hver fjöldi félagslegra leiguíbúða í útleigu hafi verið 30. júní 2014. Jafnframt er krafist svara varðandi hugsanlegar áætlanir um framboð á húsnæði og aðrar úrlausnir í húsnæðismálum þeirra sem ekki geta leyst þau sjálf, sbr. 45. og 46. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×