Lífið

Krefjast þess að Timberlake bjóði Janet Jackson með sér á svið á Super Bowl

Birgir Olgeirsson skrifar
Janet Jackson og Justin Timberlake í hálfleik á Super Bowl árið 2004.
Janet Jackson og Justin Timberlake í hálfleik á Super Bowl árið 2004. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur tilkynnt að hann muni skemmta áhorfendum í hálfleik á næstu Ofurskál, eða Super Bowl, sem er úrslitaleikur bandarísku NFL-deildarinnar.

Þegar Timberlake stígur á svið verða fjórtán ár liðin frá einu umtalaðasta atviki þessa viðburðar þegar hann tróð upp í hálfleik ásamt tónlistarkonunni Janet Jackson. Við lok atriðisins greip Timberlake í Jackson sem varð til þess að það sást í geirvörtu hennar.

Jakcson var sett á svartan lista hjá NFL og var hún og sjónvarpsstöðin CBS dæmd til að greiða háa sekt, sem var síðar hnekkt.

Timberlake baðst afsökunar á málinu síðar meir en varð þó ekki fyrir jafn miklum skaða af málinu og Janet Jackson.

Eftir að tilkynnt var að Timberlake myndi troða upp í hálfeik á næsta Super Bowl hafa margir stigið fram og kallað eftir því að hann muni fá Janet til að syngja með sér. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×