Erlent

Krefjast þess að nauðgarar fái óskilorðsbundna dóma

Atli Ísleifsson skrifar
Saksóknarar hafa þegar áfrýjað dómnum.
Saksóknarar hafa þegar áfrýjað dómnum. Vísir/AFP
Um 90 þúsund Þjóðverjar hafa lagt nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem þrýst er á að hópur táninga sitji af sér dóma sem þeir hlutu fyrir hrottafengna nauðgun í Hamborg síðasta vetur.

Í hópnum eru piltar á aldrinum fjórtán, sextán og sautján, en þeir réðust á fjórtán ára stúlku á febrúarkvöldi á meðan önnur stúlka tók árásina upp á myndband.

Í frétt BBC segir að ungmennin hafi fengið sextán mánaða til tveggja ára skilorðsbundna dóma í síðustu viku. Dómarinn í málinu sagði hina dæmdu hafa sýnt iðrun sem hafi vegið til refsilækkunar.

21 árs maður sem einnig átti þátt í árásinni hlaut fjögurra ára óskilorðsbundinn dóm.

Saksóknarar hafa þegar áfrýjað dómnum.

Ungmennin skildu fórnarlambið eftir þar sem hún fannst köld og hrakin nokkru síðar. Flytja þurfti hana í skyndi á sjúkrahús til að bjarga lífi hennar.

Mikil umræða hefur verið um kynferðisbrot í Þýskalandi eftir árásirnar á fjölda kvenna í Köln á nýársnótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×