Erlent

Krefjast lögregluaðgerða

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mótmælendur máluðu á sig kraftmiklar setningar á borð við „We Need Justice“ eða „Við þörfnumst réttlætis“.Fréttablaðið/Afp
Mótmælendur máluðu á sig kraftmiklar setningar á borð við „We Need Justice“ eða „Við þörfnumst réttlætis“.Fréttablaðið/Afp
Indverskir aðgerðasinnar efndu til mótmæla í Friðargarðinum í Bangalore í gær gegn kynferðislegu ofbeldi, misnotkun og nauðgunum kvenna þar í landi. Mótmælin voru skipulögð af The Red Brigade, hópi sem stofnaður var af indverskum konum sem berjast fyrir réttindum kvenna.

Þetta var fjórði dagurinn í röð sem mótmælin í Bangalore eru haldin til að krefjast þess að lögregla grípi til aðgerða gegn kynferðisafbrotamönnum í ljósi þess að fjölmörg mál er varða kynferðislegt ofbeldi gegn konum hafa komið upp í borginni síðustu daga. Eitt þessara mála varðar sex ára stúlku sem var nauðgað í grunnskólanum sem hún gengur í. Lögreglan hefur yfirheyrt átta manns í tengslum við verknaðinn en enn hefur enginn verið handtekinn.- 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×