Handbolti

Kraus: Getum unnið Króatíu

Arnar Björnsson í Doha skrifar
Mimi Kraus, leikmaður þýska landsliðsins, sagði að þrátt fyrir mikil vonbrigði eftir tapið gegn Katar á fimmtudag þurfi liðið að ná einbeitingunni í lag fyrir leikinn gegn Króatíu í dag.

Mörgum hefur þótt dómgæslan í leikjum Katar til þessa á mótinu verið á köflum undarleg en Kraus sagði að það þjónaði engum tilgangi að tala um frammistöðu dómaranna.

„Það er erfitt að tala um dómarana núna því við spiluðum virkilega illa í fyrri hálfleik. Við fengum átján mörk á okkur og það er of mikið fyrir vörnina okkar,“ sagði Kraus en viðtalið má sjá í heild sinni hér efst í fréttinni.

„Auðvitað voru dómararnir ekki á bandi Þýskalands í þessum leik. Við áttum von á því. Heimaliðið á HM er ef til vill með dómarana á sínu bandi í mikilvægum augnablikum en það var augljóst að dómararnir voru hlutlausir í síðustu tveimur leikjum okkar.“

„En hverjum er ekki sama? Við töpuðum leiknum og verðum að einbeita okkur að leiknum gegn Króatíu.“

Hann segir að það verði erfitt að ná einbeitingu fyrir leikinn enda vonbrigðin mikil. „En við verðum að berjast og undirbúum okkur eins vel og við getum. Við höfum getuna til að vinna leikinn þó svo að hann verður erfiður en til þess þurfum við að spila sérstaklega góða vörn.“

„En Króatía er í sömu stöðu og við og vilja vinnan þennan leik til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna.“


Tengdar fréttir

Dagur: Við erum betri en Katar

Dagur Sigurðsson vildi ekkert ræða dómgæsluna og sagði Þjóðverja hafa klúðrað þessu sjálfir í gær.

Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar

Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar.

Getum verið stoltir af spilamennskunni

Þýskaland spilar ekki um verðlaunasæti á HM í Katar en það varð ljóst eftir að lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu fyrir heimamönnum, 26-24, í 8-liða úrslitum keppninnar í Lusail-höllinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×