Erlent

Kranar féllu á íbúðarhús | Myndband

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/Youtube
Óttast er að 20 manns séu slasaðir eftir að tveir kranar féllu á íbúðarhús í hollenska bænum Alphen aan den Rijn í dag. 

Var verið að gera upp brú í bænum og höfðu kranarnir verið nýttir við þá vinnu, er fram kemur í umfjöllun hollenskra miðla af málinu.  Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

„Tveir kranar og vegbútur sem þeir höfðu borið féllu á fimm hús í það heila,“ sagði talsmaður slökkviliðs bæjarins í samtali við fjölmiðla. Stórvirkar vinnuvélar voru fluttar á svæðið til að aðstoða björgunarmenn við að ná til fólks sem óttast var að væri fast í rústum húsanna.

Kranarnir, sem stóðu á flekum, höfðu verið notaðir við vinnu á brú Júlíönu drottningar. Brúin liggur yfir skurð og var reist á sjötta áratug síðustu aldar.  Í myndbandi af atviku má sjá hvernig annar kraninn fellur undan ójöfnu álagi og dregur hinn kranann niður með sér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×