Innlent

Krakkarnir í Réttó fylkja sér að baki aðstoðarskólastjóranum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vilhjálmur Stefánsson, Margrét Eva Sigurðardóttir, Styrmir Steinn Sverrisson og Anna María Birgisdóttir, fulltrúar nemendaráðs Réttó, segjast hafa fengið frábærar móttökur þegar þau afhentu Ragnari Þorsteinssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, undirskriftir nemdanda í gær.
Vilhjálmur Stefánsson, Margrét Eva Sigurðardóttir, Styrmir Steinn Sverrisson og Anna María Birgisdóttir, fulltrúar nemendaráðs Réttó, segjast hafa fengið frábærar móttökur þegar þau afhentu Ragnari Þorsteinssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, undirskriftir nemdanda í gær.
Nemendur í Réttarholtsskóla vilja að aðstoðarskólastjórinn Jón Pétur Zimsen taki við sem skólastjóri nú þegar Hilmar Hilmarsson er að hætta.

„Við tökum ekki annað í mál og óskum eftir því að Jón Pétur Zimsen taki við stöðu skólastjóra,“ segir í yfirlýsingu sem fulltrúar nemendaráðsins í Réttó afhentu í gær Ragnari Þorsteinssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Með fylgdu undirskriftir langflestra af ríflega 300 nemendum skólans. Jón Pétur er einn tæplega tuttugu sem sóttu um stöðuna.

„Jón Pétur Zimsen er opinn og heiðarlegur og vill öllum vel og er jafnframt mikill gleðigjafi,“ segir í yfirlýsingu nemendanna. „Réttarholtsskóli er okkar annað heimili og okkur vill líða vel hér og það er stefna Jóns Péturs, hann er eins konar pabbi nemenda.“

Hér sjást drög að áskoruninni sem fylgdi undirskriftum Rétthyltinga til fræðsluyfirvalda í Reykjavík.
Nemendurnir vonast til að mark verði tekið á þeim, „þar sem við höfum líka rödd og svo Réttarholtsskóli geti haldið áfram að vera ein stór fjölskylda í komandi framtíð.“

Einn nemendaráðsmanna undirstrikar að nemendurnir standi að málinu á eigin spýtur.  „Þetta er alfarið við að hugsa um framtíð annarra krakka. Okkur finnst eins og Reykjavíkurborg sé löngu búin að ákveða sig að ráða konu til að fá jafnrétti. En okkur finnst ekki að kyn eigi að skipta máli heldur aðeins hæfni reynsla og árangur – þar sem Jón skorar 10 í öllum flokkum,“ segir Styrmir Steinn Sverrisson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×