Lífið

Kraftaverkadrengur sem fæddist án nefs

Samúel Karl Ólason skrifar
Timothy Eli Thompson.
Timothy Eli Thompson. Mynd/Eli´s Story Facebook
Timothy Eli Thompson, sem betur er þekktur sem Eli, hefur öðlast mikla frægð þrátt fyrir að vera einungis tæplega mánaðargamall. Eli er með mjög sjaldgæfan genagalla sem olli því að hann fæddist án nefs og nefhols. Einungis 28 hafa greinst með þennan genagalla frá árinu 1931.

Á vefnum Mashable segir að móðir Eli hafi vitað að hann væri sérstakur um leið og hún fékk hann í fangið. Hann fæddist þann 4. mars síðastliðin, en læknarnir tóku ekki eftir að á hann vantaði nefið. Móðir hans sá það strax.

Eli er heilbrigður að öðru leyti og nýkominn heim til sín í fyrsta sinn. Foreldrar hans bjuggu til Facebook-síðu þar sem þau gera áhugasömum kleift að fylgjast með fyrstu dögum Eli í lífinu. Síða þessi hefur vakið mikil viðbrögð þar sem fólk hyllir drengnum og keppst er um að kasta á hann kveðju.

Foreldrar Eli safna nú fyrir fyrir fjölda aðgerða sem ætlað er að í raun smíða nef á drenginn. Söfnunin hófst fyrir 25 dögum og var markmiðið að safna fimm þúsund dölum, eða um 700 þúsund krónum. Þegar þetta er skrifað hefur þó rúmum 11 þúsund dölum verið safnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×