Viðskipti innlent

Krafinn um tvær milljónir fyrir að vinna ekki uppsagnarfrest

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/Vefur Slippsins á Akureyri.
Slippurinn á Akureyri hefur krafið fyrrum starfsmann fyrirtækisins um tvær milljónir króna eftir að maðurinn vildi ekki vinna upp uppsagnarfrest sinn.

Hann hugðist færa til sumarfrí sem hann átti inni og sleppa því við að vinna uppsagnafrestinn. Akureyri vikublað greinar frá.

Fram kemur í frétt hjá vikublaðinu að eftir að maðurinn naut aðstoðar frá stéttarfélaginu og lögfræðiaðstoðar frá ASÍ var niðurstaðan sú að maðurinn sættist á fjárhagsskaða sem kostaði hann þó mörg hundruð þúsunda.

Starfsmaðurinn segist ekki þora að tjá sig um málið vegna ótta um frekara efnahagslegt tjón fyrir sig og sína fjölskyldu. Hann starfaði sem suðumaður í Slippnum en sagði starfi sínu lausu í júní eftir að honum bauðst túr á skipi.

Að sögn trúnaðarmanns starfsmannsins er er sektin ekki í neinu samræmi við brotið. Þá gagnrýnir trúnaðarmaður harðlega að vísað sé til laga sem séu að stofni til frá 18. öld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×