SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 20:45

Martrađabyrjun í fyrsta leik Noregs undir stjórn Lars

SPORT

Krafa um ađ flýta landsfundi Samfylkingar hávćr

 
Innlent
07:00 03. FEBRÚAR 2016
Flokksfélagar á Akureyri vilja álykta gegn sitjandi stjórn
Flokksfélagar á Akureyri vilja álykta gegn sitjandi stjórn

Samfylkingin á Akureyri hefur boðað til félagsfundar í kvöld vegna stöðunnar í flokknum. Kannanir hafa mælt flokkinn undir tíu prósenta fylgi í nokkurn tíma og er hljóðið þungt meðal Samfylkingarfólks. Lögð verður fram bókun á fundinum um að flýta aðalfundi svo hægt verði að kjósa nýjan formann í flokknum.

Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, lét hafa eftir sér í gær að staða flokksins væri ótæk og það þyrfti að flýta fundi fram í maí. Björk Vilhelmsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík, og Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður flokksins, hafa viðrað þá skoðun að sameina félagshyggjuöfl á vinstri vængnum svo þau megi ná vopnum sínum á ný.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir orðnir þreyttir á stöðu flokksins og vilja breytingar. Þær raddir heyrist jafnt úr þingflokk og framkvæmdastjórn eins og úr grasrót flokksins.


Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason

Í ályktun sem lögð verður fyrir félagsfund á Akureyri í kvöld segir að núverandi forysta hafi ekki tekist að skapa traust kjósenda á flokknum og því þurfi að flýta landsfundi og boða til allsherjar­atkvæðagreiðslu um formann flokksins. „Í stöðu eins og nú er uppi verða almennir flokksmenn að láta til sín taka þegar forystunni hefur mistekist að halda baráttumálunum á lofti og knýja fram nauðsynlegar þjóðfélagsbreytingar fyrir almenning á Íslandi,“ segir í drögunum að ályktuninni.

Árni Páll Árnason, formaður flokksins, segir það ekki í hans valdi að boða til landsfundar. Það sé í höndum stofnana flokksins að boða til fundar og þar með atkvæðagreiðslu um formann flokksins. „Ég hef sagt það að ég mun ekki standa í vegi fyrir því að landsfundi verði flýtt og er tilbúinn í formannskosningu hvenær sem er,“ segir Árni Páll.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Krafa um ađ flýta landsfundi Samfylkingar hávćr
Fara efst