Erlent

Krabbameinsveikri konu gert kleift að upplifa með hjálp þrívíddarbúnaðar

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Oculus Rift er höfuðbúnaður sem gerir fólki kleift að sjá hluti í þrívídd eins og þeir séu allt um kring.

Nú hefur verið sýnt fram á að búnaður á borð við þennan getur nýst í fleira en leiki og afþreygingu.

Þegar Robertu Firstenberg, krabbameinsveikri konu, var tjáð að hún ætti skammt eftir ólifað ákvað ömmubarnið hennar að senda framleiðendum búnaðarins bréf um ástand ömmu sinnar.

Framleiðendurnir brugðust við með því að hanna búnað sem gerði Robertu kleift að upplifa götur, dýralíf og gróður eins og hún væri stödd á framandi slóðum. 

Hún gat einnig séð sjálfa sig þegar hún var yngri og frískari með hjálp Google street view og hún gat horft á íþróttaviðburði í þrívídd.

Þannig gat henni liðið eins og hún gæti aftur hreyft sig þó hún væri rúmliggjandi.

Roberta lést nokkrum vikum síðar en til að heiðra minningu ömmu sinnar setti Priscilla saman myndskeið af ömmu sinni að nota búnaðinn.

Það minnir á hvernig tækni sem þessi getur nýst þeim sem ekki hafa lengur fótaráð til að upplifa heiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×