KR-ingar reikna ekki međ Kristófer Acox í úrslitakeppninni

 
Körfubolti
14:15 07. MARS 2017

Íslandsmeistarar KR í Domino´s-deild karla í körfubolta hafa áhuga á að fá Kristófer Acox til liðs við sig fyrir úrslitakeppnina en vesturbæjarliðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn á sunnudaginn og verður með heimaleikjarétt alla úrslitakeppnina.

Kristófer, sem er landsliðsmaður í körfubolta, spilaði frábærlega með Furman-háskólanum í Bandaríkjunum á þessari leiktíð en liðið féll óvænt úr leik á dögunum. Því hefur verið hávær orðrómur um að hann komi heim og spili úrslitakeppnina með KR.

„Það eru alltaf einhverjir orðrómar sem er það skemmtilega við sportið,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Félagaskipti eru ekki leyfð í Domino´s-deildinni núna en Kristófer er skráður í KR á Íslandi og gæti því spilað með meisturunum ef hann vill.

„Það er frekar ólíklegt. Hann er að klára námið út. Hann vill eðlilega komast þaðan burt með gráðu. Hann er búinn að spila frábærlega. Kristófer væri frábær viðbót við liðið en við reiknum ekki með honum,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / KR-ingar reikna ekki međ Kristófer Acox í úrslitakeppninni
Fara efst