Körfubolti

KR-ingar hafa rúllað yfir Grindvíkinga þegar Helgi Már er inná

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon.
Helgi Már Magnússon. Vísir/Hanna
Helgi Már Magnússon og félagar í KR-liðinu eru í frábærri stöðu eftir tvo örugga sigra á Grindavík í fyrstu tveimur leikjum liðanna í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta.

KR vantar aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og næsti leikur er á heimavelli liðsins á miðvikudagskvöldið.

Helgi Már var með 16 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar auk þess að hitta úr 7 af 10 skotum sínum í sigrinum í Grindavík en áhrif hans sjást ekki síst í gengi KR-liðsins þegar hann er inná vellinum.

Helgi er nefnilega með magnaða plús og mínus tölfræði í þessum fyrstu tveimur leikjum einvígisins.

Helgi hefur spilað í rúman klukkutíma í leikjunum tveimur og KR-liðið hefur unnið þær mínútur með 55 stigum.

Helgi hefur aftur á móti hvílt í rúmar 19 mínútur og þeim Helga-lausu mínútum hafa KR-ingar tapað með 23 stigum.

Það munar því 78 stigum á því hvort Helgi sé inná vellinum eða að hvíla sig á bekknum.

Helgi Már hefur 11 stiga forskot á liðsfélaga sinn Pavel Ermolinskij eftir fyrstu þrjú kvöld úrslitakeppninnar en næsti maður sem spilar ekki með KR er Tindastólstrákurinn Viðar Ágústsson sem er í plús 31 eftir tvo leiki á móti Keflavík.



Helgi Már Magnússon og plús og mínus í leik 1 og 2 á móti Grindavík

Helgi Már Magnússon inn á vellinum

Leikur 1: +28 (28:19 mín)

Leikur 2: +27 (32:19 mín)

Samanlagt: +55 (60:38 mín)

Helgi Már Magnússon á bekknum

Leikur 1: -10 (11:41 mín)

Leikur 2: -13 (7:41 mín)

Samanlagt: -23 (19:22 mín)



Plús og mínus í úrslitakeppninni til þessa:

1. Helgi Már Magnússon, KR     +55

2. Pavel Ermolinskij, KR     +44

3. Darri Hilmarsson, KR     +38

4. Viðar Ágústsson, Tindastóll     +31

5. Brynjar Þór Björnsson, KR     +30

6. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll     +26

7. Myron Dempsey, Tindastóll     +23

8. Michael Craion, KR     +20

9. Helgi Rafn Viggósson, Tindastóll     +20

10. Hannes Ingi Másson, Tindastóll     +16


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×