Fótbolti

KR í fínum málum eftir jafntefli á Írlandi | Myndaveisla

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gonzalo Balbi fór meiddur af velli á 31. mínútu.
Gonzalo Balbi fór meiddur af velli á 31. mínútu. vísir/luke duffy
Bikarmeistarar KR eru fínum málum í einvígi sínu gegn Cork City í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli á útivelli í gærkvöldi.

Óskar Örn Hauksson jafnaði metin eftir tæplega hálftíma leik og þannig urðu lokatölur leiksins. KR eru því í ágætum málum fyrir seinni leikinn á KR-vellinum.

Gary Martin kom inn á sem varamaður á 68. mínútu leiksins og spilaði sína fyrstu mínútur síðan að hann meiddist á móti Fylki 20. maí.

Leikmenn Cork City voru ekki sáttir með úrslitin og svo fauk í einn þeirra að hann réðst að eigin samherja og liðsfélagar hans þurfti að halda honum svo ekki færi illa.

Liðin mætast aftur í Frostaskjólinu á fimmtudaginn en kemur.

Luke Duffy tók myndir á leiknum fyrir Fréttablaðið og má sjá þær hér að neðan.

Sören Frederiksen í baráttunni um boltann.vísir/luke duffy
KR-ingar fagna marki Óskars Arnar.vísir/luke duffy
Skúli Jón Friðgeirsson með sendingu.vísir/luke duffy
Sören tekur á sprett framhjá einum Íranum.vísir/luke duffy
Bjarni Guðjónsson með skipanir af bekknum.vísir/luke duffy
Almarr Ormarsson í baráttunni við tvo leikmenn Cork.vísir/luke duffy
Fyrirliðinn Pálmi Rafn Pálmason í skallaeinvígi.vísir/luke duffy
Skúli Jón Friðgeirsson liggur eftir.vísir/luke duffy



Fleiri fréttir

Sjá meira


×