Íslenski boltinn

KR fer til Kýpur ef liðið slær út Grasshopper

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Örn Hauksson í leiknum á móti Grasshopper á KR-vellinum í gær.
Óskar Örn Hauksson í leiknum á móti Grasshopper á KR-vellinum í gær. Vísir/Anton
Sigurvegarinn úr viðureign KR og svissneska félagsins Grasshopper mætir Apollon Limassol frá Kýpur í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í dag.

Apollon Limassol komst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar bæði 2013-14 og 2014-15 en liðið fékk út í þriðju umferð forkeppninnar í fyrra á móti Gabala frá Aserbaídsjan.

Apollon Limassol hefur orðið þrisvar sinnum meistari á Kýpur en ekki síðan 2006. APOEL-liðið hefur orðið meistari undanfarin fjögur tímabil.

Apollon Limassol  endaði í fimmtá sæti í deildarkeppninni en í þriðja sæti í úrslitakeppninni sem skilaði liðinu sæti í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Liðin áttu möguleika á því að lenda á móti sex félögum en hin sem komu til greina voru Gent frá Belgíu, Slovan Liberec frá Tékklandi, West Ham United frá Englandi, Midtjylland frá Danmörku og HJK Helsinki frá Finnlandi eða Beroe Stara Zagora frá Búlgaríu.

Mesta spennan var hvort KR ætti möguleika á því að mæta enska úrvalsdeildarliðinu West Ham. Af því varð þó ekki og West Ham mætir annaðhvort Shakhtyor Soligorsk frá Hvíta-Rússlandi eða Domzale frá Slóveníu.

KR og Grasshopper gerðu 3-3 jafntefli í fyrri leik liðanna á KR-vellinum í gær en seinni leikurinn fer út í Zürich í næstu viku. KR á því enn möguleika á því að tryggja sér sæti í þriðja umferðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×