Enski boltinn

Kostakjör að fá Özil fyrir 40 milljónir punda

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mesut Özil á ferðinni gegn Dinamo Zagreb.
Mesut Özil á ferðinni gegn Dinamo Zagreb. vísir/getty

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er í skýjunum með Mesut Özil þessa dagana, en þýski landsliðsmaðurinn hefur dælt út stoðsendingunum á þessari leiktíð og skoraði í 3-0 sigri liðsins í Meistaradeildinni í vikunni.

Özil er nú þegar búinn að gefa ellefu stoðsendingar í tólf leikjum í úrvalsdeildinni á tímabilinu og stefnir hraðbyri að bæta met Cesc Fábregas sem hann sló í fyrra.

„Ég eyddi 40 milljónum í Özil sem voru kostakjör því hann er frábær leikmaður,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Norwich í dag. „Hann er ekki bara að leggja upp fyrir aðra núna heldur er hann líka að skora.“

„Ég elska kostakjör, hver gerir það ekki? Ég keypti Patrick Vieira fyrir 2,5 milljónir punda og það var líka tombóluverð,“ sagði Arsene Wenger.

Aðspurður hvort hann ætli að bæta við hópinn í janúar svaraði Frakkinn: „Ef ég finn nógu góðan leikmann geri ég eitthvað í janúar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×