Innlent

Kossaflens Pírata í Reykjavík

Bjarki Ármannsson skrifar
Þórgnýr Thoroddsen, annar á lista Pírata í Reykjavík, smellir hér rembingskossi á eitt bréfanna.
Þórgnýr Thoroddsen, annar á lista Pírata í Reykjavík, smellir hér rembingskossi á eitt bréfanna. Mynd/Píratar
„Þetta er fyrst og fremst bara til að gera þetta skemmtilegt, hafa þetta svona persónulegra,“ segir Halldór Auðar Svansson, kapteinn Pírata í Reykjavíkurborg, um uppátæki sem átti sér stað á svokallaðri Groggstund Pírata síðastliðinn föstudag.

Efstu karlmenn á lista Pírata smelltu þá varalituðum kossum á bréf sem send voru á fyrirtæki til að afla fjár til rekstrar framboða flokksins í sveitarstjórnarkosningum. En er einhver sérstök ástæða fyrir því að karlmennirnir á listanum voru settir í verkið?

„Við vildum bara brjóta aðeins upp staðalímyndirnar og gera þetta skemmtilegt,“ segir Halldór. „Það vill svo til að við erum allir með skegg, þannig að það var smá vesen að þrífa varalitinn úr. En við vorum allir mjög flottir með hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×